300 unglingar á Vina- og paraballi
Vina- og paraball Fjörheima var haldið í Stapa um síðustu helgi. Það er félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ sem heldur skemmtunina og býður ungmennum úr öðrum félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum til skemmtunarinnar. Í ár mættu um 300 ungmenni úr 8. til 10. bekk grunnskóla.
Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði. Emmsjé Gauti mætti á svæðið og það gerði einnig söngkonan Glowie og dansarar frá Danskompaní. Heiðar Austmann þeytti skífum og það gerði einnig dj Alti Már.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ungmennin mættu á skemmtunina um síðustu helgi.