Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

300 karlar á kútmagakvöldi í Grindavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 18. mars 2023 kl. 06:08

300 karlar á kútmagakvöldi í Grindavík

Árlegt kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur var haldið í 47. skipti síðastliðið föstudagskvöld. Að þessu sinni mættu um 300 karlar í veisluna, sem haldin var í íþróttahúsi Grindavíkur. Matreiðslumeistarar kvöldsins höfðu töfrað fram tugi sjávarrétta af ýmsum toga en megnið af hráefninu fengu Lionsmenn úr Grindavík og nágrenni.

Áður en borðhald hófst var haldin „sjávarútvegssýning“ í boði nokkurra fyrirtækja, þar sem boðið var upp á léttar veitingar. Gísli Einarsson var veislustjóri kútmagakvöldsins en boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði og happdrættið vinsæla, sem skilar góðri afkomu til Lionsmanna, sem síðan koma fjármununum á góða staði í samfélaginu í Grindavík og einnig utan landsteinanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn Hilmars Braga Bárðarsonar, ljósmyndara Víkurfrétta, má sjá hér að neðan.

Kútmagakvöld í Grindavík