300 á kvennakvöldi Víðis
– sjáið myndirnar!
Kvennakvöld Víðis fór fram í íþróttamiðstöðinni í Garði um sl. helgi. Hátt í 300 konur skemmtu sér á kvennakvöldinu sem náði hámarki þegar Páll Óskar kom á svið.
Kvennakvöld Víðis eru árviss viðburður, vegna aukinnar aðsóknar undanfarin ár hefur skemmtunin verið færð úr Samkomuhúsinu í Íþróttamiðstöðina. Kvennakvöldið er liður í félagsstarfi Víðis, en ekki síður liður í öflugu fjáröflunarstarfi félagsins.
„Það er alltaf jafn ánægjulegt að upplifa þann mikla kraft sem býr í Víðisfólkinu, margir einstaklingar leggja mikla sjálfboðavinnu að mörkum í þágu félagsins og samfélagsins í Garði,“ sögðu aðstandendur kvennakvöldsins sem fór vel fram en dagskráin var fjölbreytt og lauk með stórum dansleik sem stóð fram á nótt.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Guðmundur Sigurðsson.