30 daga hreinsun á mataræði – fyrirlestur í kvöld
Heilsuhúsið í Reykjanesbæ býður í kvöld upp á áhugaverðan fyrirlestur undir heitinu 30 daga hreinsun á mataræði. Fyrirlesari er Davíð Kristinsson, næringar- og lífsstílsþerapisti.
Fyrirlesturinn verður í Skátaheimilinu, Hringbraut 101, frá kl. 20 – 22.
Í tilkynningu segir að hér sé frábært tækifæri til að byrja núna að axla ábyrgð á eigin heilsu. Rúmlega 400 manns hafi lokið 30 daga hreinsun með góðum árangri.
Þátttakendur fá glæsilega handbók með öllum upplýsingum sem þarf.
Skráning og nánari upplýsingar er á www.30.is og í síma 864 9155. Námskeiðsgjald er kr. 6.900 kr.