30 ára afmæli VF - myndir
Það voru margir sem heimsóttu Víkurfréttir í 30 ára afmælisteiti sem haldið var í tilefni tímamótanna. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn, vinir og ættingjar fögnuðu áfanganum og eigendur VF heiðruðu þrjá starfsmenn sem eiga yfir tuttugu ára starsferil hjá fyrirtækinu.
Þá tók Brynjar Leifsson, annar tveggja Suðurnesjamanna ársins við blómum fyrir hönd hans og Nönnu Bryndísar Leifsdóttur en næsta verkefni þeirra og hljómsveitarinnar Of Monsters and Men er tónleikaferð til Asíu.
Hljómsveitin Klassart lék ljúfa tónlist í afmælinu en sveit þeirra Sandgerðinga stefnir á útgáfu nýrrar hljómplötu á næstu mánuðum. Ljósmyndarar Víkurfrétta smelltu nokkrum myndum sem sjá má í myndasafni vf.is.
Klassart systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn léku ljúfa tónlist.
Brynjar Leifsson og Sverrir bróðir hans kíktu líka við á skrifstofu VF og sjást hér með Jóni Júlíusi Karlssyni blaðamanni og Páli Orra Pálssyni ritstjórasyni.
Fyrrverandi og núverandi auglýsingastjórar Víkurfrétta, Gunnar Einarsson og Sigfús Aðalsteinsson.
Fjórir fyrrverandi starfsmenn VF, f.v. Kristín Njálsdóttir, Jófríður Leifsdóttir, Jóhannes Kristbjörnsson og Kolbrún Pétursdóttir.
F.v. Jón Eysteinsson fyrrv. sýslumaður í Keflavík, Hilmar Pétursson fyrrv. fasteignasali og Ásdís kona hans og Kristín Kristjánsdóttir verslunareigandi.