2500 manns í Bláa lónið um helgina
Um 2500 manns hafa komið í Bláa lónið um helgina. Þetta er ein stærsta helgi ársins til þessa í lóninu.Eittþúsund manns komu í lónið í gær og búist var við um 1500 manns í dag og hefur verið straumur í lónið í allan dag.Mikill meirihluti gestanna eru af erlendu bergi og frægastur þeirra í dag hefur án efa verið Sir Bob Geldof tónlistarmaður. Hann hafði lítinn áhuga á ljósmyndara Víkurfrétta eins og fram hefur komið hér á netinu fyrr í dag.






