Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

220 börn fengu nýja reiðhjólahjálma
Sunnudagur 17. maí 2009 kl. 08:58

220 börn fengu nýja reiðhjólahjálma


220 börn í Reykjanesbæ eignuðust nýja reiðhjólahjálma í morgun en þá fór fram árleg úthlutun Kiwanis hreyfingarinnar á reiðhjólahjálmum til sjö ára barna. Kiwanis og Eimskip hafa um árabil staðið að þessu verkefni í sameiningu og verða alls 4200 hjálmar gefnir í ár til barna víðs vegar um landið.

Afhendingin fór fram í íþróttahúsinu í Njarðvík í gær. Áður en að afhendingunni kom ræddi fulltrúi lögreglunnar við börnin um notkun hjálmanna og umferðaröryggi. Sundfólkið Eva Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason voru Kiwanismönnum til halds og traust við úthlutun hjálmanna.

Nokkrar svipmyndir frá viðburðinum eru komnar inn á ljósmyndavef VF.
--

VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024