22 stiga hiti og fjör í Sundmiðstöð Keflavíkur
Það er mikið fjör í Sundmiðstöð Keflavíkur nú áðan. Þangað streymdu börn til að busla í góða veðrinu en hitamælir í sundlaugargarðinum sýndi 22 gráður og það í skugga! Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndri blaðsins af unga fólkinu í einnig af laugunum.Nú er skýjað í Reykjanesbæ, en í morgun var glampandi sól. Fólk hefur þó þá trú að sólin komi aftur, enda fólk orðið góðu vant!
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson