Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • 20 ára afmæli Sjóarans síkáta fór fram með glæsibrag
  • 20 ára afmæli Sjóarans síkáta fór fram með glæsibrag
Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 16:40

20 ára afmæli Sjóarans síkáta fór fram með glæsibrag

Sjóarinn síkáti, bæjarhátíð Grindvíkinga, fagnaði 20 ára afmæli um helgina og má með sanni segja að hátíðin hafi verið glæsileg í alla staði. Bærinn skartaði sínu fegursta og veðrið lék við heimamenn og gesti, þá sérstaklega á föstudeginum. Hátíðarsvæðið við Kvikuna var þéttsetið og stemmingin á Bryggjuballinu frábær. Fyrstu tölur benda til þess að gestir hátíðarinnar í ár hafi verið um 40.000, fyrir utan bæjarbúa sjálfa, enda iðaði allur bærinn af lífi alla helgina og rúmlega það, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Eins og áður sagði fagnaði Sjóarinn síkáti 20 ára afmæli í ár og var dagskráin vegleg í samræmi við það. Raunar teygði hátíðin sig alveg aftur á miðvikudag en það var nóg um að vera útum allan bæ allt fram á sunnudagskvöld. Mikil stemming myndaðist á bryggjuballinu á föstudeginum en Páll Óskar keyrði upp stuðið bæði þar og svo á risa dansleik í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu. Það eru engar ýkjur þegar við segjum að landslið skemmtikrafta hafi komið fram á hátíðinni í ár og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir þeirra framlag í ár og vonum að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni í ár.

Það eru margar hendur sem koma að skipulagningu jafn stórrar hátíðar og Sjóarans síkáta og viljum við hjá Grindavíkurbæ koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg. Sjóarinn síkáti er bæjarhátíð allra Grindvíkinga og við gætum ekki gert þetta án ykkar hjálpar.

Á fésbókarsíðu Grindavíkurbæjar eru fjölmargar myndir frá hátíðinni. Nokkrar þeirra fylgja einnig hér að neðan.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjóarinn síkáti 2016