1818 TVÍBURARNIR
Tvíburasystur úr Grindavík, Hrefna og Rakel Sigurðardætur, voru fengnar til að opna nýja þjónustu á vegum símafyrirtækisins Tals:Tvíburasystur úr Grindavík, Hrefna og Rakel Sigurðardætur, voru fengnar til að opna nýja þjónustu á vegum símafyrirtækisins Tals. Þjónustunúmerið er 1818 og því var ákveðið að fá tvíbura fædda 1981 til að hringja fyrsta símtalið að viðstöddu fjölmenni en þær eru einmitt fæddar þann 18. október 1981.Systurnar segja að algjör tilviljun hafi ráðið því að þær hafi fengið þetta verkefni. „Við vorum að fara í bíó og heyrðum í útvarpinu að verið væri að auglýsa eftir tvíburum fæddum 1981. Við ákváðum að hringja og hittum manninn sem sá um þetta. Svo mættum við bara næsta dag og opnuðum þjónustuna.“ Þær segja að þetta hafi verið mjög skemmtilegt en samt svolítið stressandi. Eruð þið ekki orðnar frægar í Grindavík? „Nei, ætli það nokkuð. Vinir og ættingjar fylgdust auðvitað með þessu og fannst þetta voðalega spennandi en fólk í Grindavík veit sennilega ekkert um þetta.Hrefna og Rakel vinna nú hjá Flugeldhúsi Flugleiða og líkar starfið vel. Aðspurðar segja þær að það sé aldrei að vita nema þær sæki um hjá Tal einhverntíma í framtíðinni.