Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

140 nemendur Hópsskóla lyftu Íslandsmeistaratitlinum
Jóhann Árni og Davíð Ingi voru í heimsókn í Hópsskóla í gær. Myndir/Grindavik.is
Þriðjudagur 7. maí 2013 kl. 15:15

140 nemendur Hópsskóla lyftu Íslandsmeistaratitlinum

Nemendur í Hópsskóla í Grindavík fengu skemmtilega heimsókn í gær þegar Jóhann Árni Ólafsson og Davíð Ingi Bustion komu í heimsókn. Þeir urðu Íslandsmeistara með liði Grindavíkur í körfuknattleik fyrir skömmu og voru nemendurnir í Hópsskóla hæstánægðir með að fá að hitta hetjurnar sínar.

Hver einasti nemandi í skólanum gafst tækifæri til að lyfta Íslandmeistaratitlinum sem mun hafa viðveru í Grindavík annað árið í röð. Alls eru 140 nemendur í Hópsskóla og því voru ansi margar hendur á bikarnum í gær. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


 


Ungviðinu í Grindavík leiddist ekki við að lyfta Íslandsmeistaratitlinum.