Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

130 manns í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 25. desember 2012 kl. 15:49

130 manns í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ

Samtals voru 130 manns í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Það voru hælisleitendur, einstæðingar og fjölskyldufólk á öllum aldri sem mættu á svokölluð Vinajól hjá Hjálpræðishernum.

Aldrei hefur áður verið svona mikil skráning, en er þetta var fjórða skiptið sem boðið er upp á jólamat og hátíðarhald á Hernum í Reykjanesbæ.  Á boðstólnum var súpa í forrétt, Lambasteik og kalkúnn, eftirréttur, kaffi, kökur og nammi, sagði Ester van Gooswilligen í samtali við Víkurfréttir.

Þá kom gestur frá fjöllum og séð var til þess að enginn færi í jólaköttinn. Mikið er sungið og spilað og að sjálfsögðu var dansað í kring um tréð.
 
Það voru hjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Skjaldarson sem elduðu matinn fyrir veisluna en safnað var fyrir henni með jólapotti í Krossmóa. Þá styrktu bæði Samkaup og Nóatún veisluna.

Þann 28. des. kl 17. verður svo haldin jólaskemmtun fyrir börn og fjölskyldur. Einnig verður boðið til jóla- og áramótasamkomu sunnudaginn 30. des. kl 17. Allir eru hjartalega velkomnir á þessar samverur.

Hjálpræðisherinn í Reykjesbæ vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem styrkt hafa velferðarstarfið með því að gefa í jólapottinn nú um aðventuna og fá að óska öllum Reyknesingum gleðilegra jóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ester van Gooswilligen við jólapakkana sem gefnir voru í gærkvöldi.