120 unglingar af Suðurnesjum á Samfésballi
Um 120 unglingar á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima fór á hið árlega Samfésball sem haldið var í Laugardalshöll sl. föstudagskvöld. Hópurinn fór með rútu frá Fjörheimum og að sögn Hafþórs Barða Birgissonar forstöðumanns Fjörheima skemmti hópurinn sér vel. Fjölmargar hljómsveitir spiluðu á ballinu m.a. Quarashi, Land og Synir, Á móti Sól, Kalli Bjarni, Írafár og 200.000 naglbítar. Ballið stóð yfir til klukkan 23:30 og héldu Fjörheimakrakkarnir heim á leið með rútunni.