Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

12 ára Valdimar Guðmundsson syngur til langömmu
Sunnudagur 21. ágúst 2011 kl. 16:12

12 ára Valdimar Guðmundsson syngur til langömmu

Valdimar Guðmundsson söngvari hljómsveitarinnar Valdimar byrjaði snemma að þenja raddböndin. Hann sagði frá því í viðtali við Monitor fyrir skömmu að hann hafi tekið upp lag fyrir langömmu sína þegar hann var 12 ára.

„Fyrsti performansinn minn eða þannig var þegar ég söng inn lagið Have You Ever Really Loved A Woman? með Bryan Adams á upptöku fyrir langömmu mína. Áður en ég vissi af var síðan búið að dreifa þessu eitthvað, öll ættin var búin að heyra þetta og svo voru einhverjar bekkjarsystur mínar sem höfðu heyrt þetta og sögðu að þetta væri flott sungið hjá mér. Ég var bara þrettán ára strákur sem vildi ekkert fá neina athygli og sagði bara: „Nei, djöfulsins rugl er þetta“, sagði hann við tímaritið Monitor.

Nú er hins vegar búið að grafa upp þessa snilld og hún komin á youtube. Spurning er hvort Valdimar verði sáttur við það eður ei, það á eftir að koma í ljós en ljóst er að strákurinn hafði sönghæfileikana frá unga aldri eins og heyra má á laginu sem hann söng svo fallega fyrir langömmu sína hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024