Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

111 mótorhjól á Sólseturshátíðinni í Garði
Laugardagur 13. ágúst 2005 kl. 15:36

111 mótorhjól á Sólseturshátíðinni í Garði

Það er ekki bara Alice Cooper sem fær ótrúlegar móttökur við komuna til landsins. Upp úr hádegi komu 111 mótorhjólakappar fagnandi enda í fyrsta sinn sem Sólseturshátíðin er haldin. Kapparnir fóru svo að kaffiteríunni Flösinni þar var þeim boðið upp á súpu og brauð enda voru margir að koma þó nokkuð langt að.

Mótorhjólaklúbburinn Ernir tók á móti Postulunum, frá Selfossi, í Reykjavík og brunuðu svo með þá út á Garðskaga eftir smá stopp í Reykjanesbæ. Ferðinni verður svo heitið framhjá tökustað Clint Eastwoods að Reykjanesvita. Í kvöld verður svo staldrað við á veitingarhúsinu Salthúsinu í Grindavík.

Auðveldlega gekk að afgreiða mótorhjólakappana og voru þeir ekkert ósáttir við að bíða örskotsstund eftir matnum þar sem veðrið lék við þá.

 



 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024