100 kíló af saltkjöti með súpunni
Magnús Þórisson á veitingarstaðnum Réttinum var í óðaönn að undirbúa saltkjöt og baunir þegar blaðamann bar að garði nú rétt fyrir hádegi. Magnús er með rétt rúm 100 kíló af kjöti á boðstólnum en menn bíða jafnan spenntir eftir því að borða sig pakksadda af saltkjötinu og skola niður með baunasúpunni góðu.
Sprengidagurinn spilar stórt hlutverk hvað hefð snertir hjá okkur Íslendingum og við borðum okkur vel södd af saltkjöti og baunasúpu þennan dag. Þegar var fólk byrjað að streyma að og eflaust verður mikið borðað af þessum þjóðlega rétti í dag.
Myndir/EJS