100 ára afmæli Íslandsbanka fagnað
Í morgun opnaði sögusýning í Íslandsbanka í Keflavík. Hún er í tilefni þess að í ár er þess minnst að 100 ár eru síðan forveri bankans, Íslandsbanki gamli, tók til starfa. Á sýningunni er einnig boðið upp á kaffi, kleinur og ýmislegt annað góðgæti.
Sögusýningin er í öllum 28 útibúum bankans víðs vegar um land og er þar gert grein fyrir sögu bankans í máli og myndum. Sýningin er unnin í samvinnu við Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðing, sem hefur umsjón með sögudagskránni sem stendur til 9. júlí og er opin á opnunartíma útibúsins.
VF-mynd: Framtíðarviðskiptavinir Íslandsbanka fengu blöðrur í tilefni dagsins.