1. MAÍ
Hefðbundin hátíðarhöld 1. maí voru í Stapa sl. laugardag í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Nokkur ár eru síðan skrúðgöngur voru lagðar af og nú voru heldur ekki heiðranir. Hins vegar var ræðumaður dagsins á sínum stað og Jón Borgarsson fór með gamanmál svo eitthvað sé nefnt. Bíósýning fyrir börnin var á „sínum stað“, ekki í Félagsbíói, heldur Sambíóunum.Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í tilefni dagsins.Eldra fólk var áberandi á hátíðarhöldum 1. maí í Stapa. Yngra fólkið fór heldur á bílasýningar og sendi börnin í bíó