Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 11:03

...AÐ VERA VEGUR EÐA GÖNGUSTÍGUR?

Á skrifstofu VF hringdi íbúi við Heiðarholt í Reykjanesbæ og var alls ekki sátt við bæjaryfirvöld. „Okkar íbúunum hérna við Heiðarholt var sagt að vegurinn frá Norðurvöllum að Garðvegi sem og búturinn sem ætlaður er strætisvögnum eingöngu en allir nota væri til bráðabirgða. Frá veginum hefur stafað mikill hávaði og ryk og þegar við íbúarnir fórum fram á að fá hljóðvegg var okkur sagt að allir peningar bæjarins færu í skólana þessa dagana.. Nýlega var sett bundið slitlag á hann, ekki malbik, heldur efni sem bifreiðunum er ætlað að troða niður svo ekki batnaði ástandið. Nú er verið að tyrfa í kringum þennan veg og setja upp strætóskýli. Svo virðist sem, þvert á yfirlýsingarnar, vegurinn sé kominn til að vera, með bundnu slitlagi, grasi grænu umhverfi og strætóskýlinu.“ VF hafði samband við Sævar Pétursson, verkfræðing verklegra framkvæmda hjá Reykjanesbæ og ekki stóð á svörunum frá honum. „Þetta er bráðabirgðarvegur sem verður tekinn úr notkun þegar vegurinn við Heiðarenda verður kominn í lag. Slitlagið var sett á til að losa íbúana á svæðinu undan ryki. Tyrft fyrir útlitið og til að binda rykið enn betur. Strætóskýlið var sett upp til að þjóna viðskiptavinum SBK en verður fjarlægt þegar þessu verður breytt í göngustíg og hann girtur af með afgerandi hætti.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024