Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

„Við þrífumst á baráttu“
Fimmtudagur 17. mars 2022 kl. 17:06

„Við þrífumst á baráttu“

Kvennalið Njarðvíkur spilar í kvöld í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í kvöld gegn sterku liði Hauka. Liðin hafa skipst á því að sigra leiki sína í vetur og von er á hörku leik svo ekki sé meira sagt. Njarðvíkurliðið er sem stendur í fjórða sæti Subway deildarinnar á meðan Haukar sitja í þriðja sæti.

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga var nokkuð brattur fyrir leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Bikarhelgin er náttúrulega einn af hápunktum körfuboltatímabilsins og erum við ótrúlega spennt að fá að mæta á þetta svið og sanna okkur. Við erum vel undirbúnar og vitum að svona leikir geta ráðist á einu atriði til eða frá þannig okkar áhersla er að gera alla þessa litlu hluti eins og taka fráköst og hirða lausa bolta eins vel og hægt er. Við erum varnarlið, við þrífumst á mikilli baráttu og stemningu og vona ég innilega að Græna Hjörðin liti stúkuna vel í kvöld og styðji við bakið á okkur,“ sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir í dag.

Leikurinn hefst á slaginu 20:00 í kvöld í Smáranum í Kópavogi.