Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Eitthvað stórkostlegt að hjá Keflavík“
Margir telja að nú sé komið að endalokum hjá Hjalta Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur og vilja annan mann í brúnna.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 11. mars 2023 kl. 14:33

„Eitthvað stórkostlegt að hjá Keflavík“

Keflvíkingar töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deildinni í körfubolta þegar Valsmenn mættu í Blue höllina í Keflavík. Lokatölur 80-111, þrjátíu og eins stigs sigur þeirra rauðklæddu sem voru með yfirhöndina allan tímann. 

Stuðningsmenn eru margir búnir að missa þolinmæðina og telja rétt að fá annan mann í þjálfarastarfið. Hjalti Vilhjálmsson sé kominn á endastöð með liðið. Hann sagði í viðtali eftir leikinn að Hörður Axel Vilhjálmsson léki líklega ekki meira á þessu tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikið andleysi hefur ríkt í leik liðsins eftir áramót en ár og dagar eru síðan Keflavík hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild þeirra bestu.

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 19 stig og var stigahæstur í slöku liði Keflavíkur. Hann var sá eini með lífsmarki. 

„Það er eitthvað stórkostlegt að, þetta er frábær mannskapur og ég veit ekki hvað er að. Andleysi, skortur á sjálfstrausti. Það er hrikalegt að horfa á þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, fyrrverandi þjálfari Keflvíkinga og sérfræðingur í Körfuboltakvöld á Stöð 2 sport.

Keflavík-Valur 80-111 (16-25, 29-24, 26-32, 9-30)

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 19, Dominykas Milka 18/8 fráköst, Eric Ayala 13/6 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Igor Maric 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, David Okeke 6/4 fráköst, Jaka Brodnik 5/4 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 4, Nikola Orelj 0, Grétar Snær Haraldsson 0, Magnús Pétursson 0, Arnór Sveinsson 0.