Zoran Ljubicic spilar áfram með Keflavík
Zoran Ljubicic, fyrirliði Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við liðið til eins árs. Þar með er ljóst að hann mun spila með liðinu í úrvalsdeildinni í sumar þar sem reynsla hans mun án efa reynast liðinu mikilvæg. Zoran, sem varð 37 ára á dögunum, hefur leikið með Keflavík frá árinu 1999 og hefur á þeim tíma spilað 87 deildarleiki fyrir liðið og skorað í þeim 5 mörk. Þar áður spilaði hann með Grindavík, ÍBV og HK. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnudeildarinnar.