Zoran látinn fara frá Keflavík
Zoran Ljubicic hefur verið rekinn sem þjálfari Pepsi-deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu eftir afar slakt gengi liðsins í upphafi móts. Búast má við tilkynningu síðar í dag um hver tekur við Keflavíkurliðinu.
Í tilkynningu frá Keflavík segir:
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Zoran Daníel Ljubicic hafa komist að samkomulagi um að Zoran stígi frá sem aðalþjálfari Keflavíkur .
Zoran tók við liðinu haustið 2011 og stýrði liðinu í 9 sæti árð 2012, árangurinn í ár hefur ekki staðist væntingar og þess vegna er farið í þessa erfiðu ákvörðun að slíta samstarfinu.
Zoran er gegnheill Keflvíkingur og hefur hann lagt mikla vinnu á sig fyrir félagið, en hann hefur þjálfað alla flokka hjá Keflavíkur.
Knattspyrnudeildin vill þakka honum fyrir hans störf með mfl karla undanfarin tvö ár og óskar honum velgengis á komandi árum