Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Zeljko tekur pokann sinn!
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 09:24

Zeljko tekur pokann sinn!

Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga í Landsbankadeild karla, sagði upp störfum í gær.

Ákvörðunin var tekin í samráði við stjórn knattspyrnudeildarinnar og var hún tekin af gagnkvæmri vinsemd og virðingu fyrir störfum beggja aðila, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu á heimasíðu Grindavíkur.

Árangur liðsins hefur ekki verið í samræmi við væntingar og er liðið í níunda og næst-neðsta sæti deildarinnar eftir 10 leiki.

Guðmundur Valur Sigurðsson ,sem verið hefur aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár, mun halda um taumana út keppnistímabilið. Honum til aðstoðar verður Sinisa Valdimar Kekic, leikmaður og  fyrirliði liðsins og munu þeir stýra liðinu í sameiningu út keppnistímabilið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024