Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yngsti leikmaður efstu deildar
Miðvikudagur 26. september 2007 kl. 13:44

Yngsti leikmaður efstu deildar

Keflvíkingurinn Sigurbergur Elísson varð á dögunum yngsti leikmaður allra tíma á Íslandi til þess að leika í efstu deild karlaknattspyrnunnar. Sigurbergur var 15 ára og 105 daga gamall en nýverið gerði hann tveggja ára samning við Keflavík.

 

Sigurbergur kom inn á sem varamaður í leik Keflavíkur og Fylkis þar sem Fylkismenn höfðu 4-0 sigur í leiknum. Sigurbergur er nemandi í Myllubakkaskóla og á að baki einn leik með U 16 ára liði Íslands og hefur verið í úrtakshópi U 17 ára liðsins. Með innkomu sinni í leikinn gegn Fylki bætti Sigurbergur met Árna Inga Pjeturssonar sem var 15 ára og 149 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Sigurbergur Elísson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024