Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 08:42

Yfirlýsing og áskorun!

Þetta knattspyrnutímabil endaði ekki eins og við hefðum vonað en Stuðningsmannahópurinn Geirfuglar vill gera öllum Keflvíkingum ljóst að við munum standa við bakið á knattspyrnuliði Keflavíkur næsta sumar og erum að gera okkar til að koma því beint upp í efstu deild að ári.Við viljum hrósa og þakka leikmönnum Keflavíkurliðsins fyrir góða baráttu og góðan leik gegn Grindavík s.l. laugardag. Og við erum fullvissir um að ef sama barátta í leikmönnum og sami stuðningur frá áhorfendum hefði sést oftar í sumar þá hefðum við hæglega haldið okkar sæti í deildinni. Við vitum öll að þetta lið er meira en nógu gott til að standa sig í efstu deild!

Það er eðlilegur hlutur að liðin í efstu deild beri víurnar í leikmenn okkar nú þegar við erum fallnir í 1. deild. En við viljum skora á strákana okkar að vera áfram í herbúðum Keflavíkur. Þið eruð "STRÁKARNIR OKKAR" og við viljum hafa hvern og einn ykkar áfram! Berjist með okkur og við komum Keflavík aftur í hóp þeirra bestu!

Við viljum þakka leikmönnum, þjálfurum og öllum þeim sem komu að liðinu á liðnu tímabili kærlega fyrir.

Nú er tími til að horfa fram á við og upp á við!

Baráttukveðjur,
Stuðningsmannahópurinn Geirfuglar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024