Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yfirburðir Njarðvíkinga gegn Grindavík
Chaz Williams hefur átt góða leiki að undanförnu með Njarðvíkurliðinu. VF-mynd/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 24. janúar 2020 kl. 10:26

Yfirburðir Njarðvíkinga gegn Grindavík

Njarðvíkingar unnu þægilegan sigur á grönnum sínum úr Grindavík í Domino’s deildinni í körfubolta í Ljónagryfjunni í gær. Lokatölur urðu 101:75.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, drifnir áfram af hinum kná Chaz Williams sem skoraði 27 stig í leiknum. Þeir leiddu 54:25 í hálfleik og Grindvíkingar sáu ekki til sólar. Þeir minnkuðu þó aðeins muninn í þriðja leikhluta en heimamenn bættu svo aftur við forskotið í síðasta leikhlutanum og kláruðu leikinn með 26 stiga sigri. Hreint ótrúlegur munur á liðunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-Grindavík 101-75 (25-14, 29-11, 22-30, 25-20)

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Aurimas Majauskas 19/8 fráköst, Kristinn Pálsson 17/4 fráköst, Mario Matasovic 16/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Tevin Alexander Falzon 5, Jón Arnór Sverrisson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 21/6 fráköst, Valdas Vasylius 19/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 18, Ólafur Ólafsson 15/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.