Yfirburðir ÍRB á Gullmóti KR
Sundlið ÍRB sigraði á Gullmóti KR með yfirburðum um síðustu helgi. Lið ÍRB hlaut 1447 stig í 1. sæti en í 2. sæti hafnaði KR með með 731 stig og í 3. sæti SH með 602 stig. Lið ÍRB tók forystuna strax frá fyrstu sundum á föstudeginum og hélt henni til loka mótsins án þess að nokkuð lið gæti ógnað þeim.
Sundmennirnir voru heilt í gegn að synda mjög vel og sýndu margir hverjir frábærar framfarir. Þó sérstaklega yngri sundmennirnir sem fóru gjörsamlega á kostum í mörgum greinum. Eldri sundmennirnrir voru líka að koma með frábær sund þrátt fyrir stífar æfingar en þeirra aðalmót er IM 50 í apríl og miðast æfingar við að ná besta árangri þar. Tveir sundmenn náðu þó lagmörkum inn í unglingalandslið SSÍ fyrir keppnisferð til Lúxemborgar. Það voru þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Gunnar Örn Arnarson og bætast þau nú í hópinn með Soffíu Klemenzdóttur.