Þriðjudagur 3. apríl 2012 kl. 11:23
Yfirburðir hjá Jóhanni
Jóhann Rúnar Kristjánsson sigraði þrefalt um helgina á Íslandsmeistaramóti ÍF. Jóhann sem er færasti borðtenniskappi landsins í flokki fatlaðra sigraði í sitjandi flokki, í opnum flokki og svo í tvíliðaleik með Viðari Árnasyni úr KR. Sannarlega miklir yfirburðir hjá kappanum á mótinu.