Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yfirburðasigur Njarðvíkinga
Mánudagur 19. október 2009 kl. 09:18

Yfirburðasigur Njarðvíkinga


Njarðvíkingar sýndu Tindastólsmönnum enga miskunn þegar liðin mættust í Iceland Express deild karla í gær. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni og lauk með yfirburðasigri Njarðvíkinga, 108 – 81. Tindastóll virtist aldrei eiga neina möguleika.
Jóhann Árni Ólafsson fór hamförum í liði Njarðvíkinga og skoraði 36 stig. Páll Kristinsson var með 14 stig.

Keflvíkingar tóku á móti Blikum á föstudagskvöldið og sigruðu örugglega, 96-74. Rashon Clark var öflugur í liði Keflavíkur, skoraði 28 stig og hirti10 fráköst

Í kvennadeildinnni mættust Grindavík og Keflavík. Grindavík hafði betur 67-54.
Michele De Vault var stigahæst í liði Grindavíkur með 24 stig og 16 fráköst en Viola Beybeyah skoraði 21 stig fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024