Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:37

Yfir í 24 sekúndur og komnir í úrslit

Guðlaugur Eyjólfsson tryggði Grindvíkingum ferð í Laugardalshöllina með glæsilegu þriggja stiga skoti er 24 sekúndur voru eftir af leik þeirra gegn Haukum og úrslitin 67-68. Með körfunni stal Guðlaugur hreinlega sigrinum af fyrrum félögum sínum Guðmundi Bragasyni og Marel Guðlaugssyni, því Haukarnir höfðu forystuna allan leikinn og voru óumdeilanlega betra liðið í leiknum. “Þetta var mjög erfiður leikur og við vorum skrefi á eftir þeim allan fyrri hálfleikinn. Íhálfleik fórum við yfir þau atriði sem voru að klikka og menn ákvaðu að látakné fylgja kviði. Seint í leiknum ákváð ég að láta reyna á svæðisvörnina og hún svínvirkaði. Pétur lék rosalega vel, sérstaklega í lokin, og Gulli litli tryggði okkur svo sigurinn og með stórkostlegri þriggja stiga körfu” sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Haukarnir stoppuðu Brenton Brenton Birmingham lenti í erfiðleikum með harða vörn Haukana og skoraði aðeins 15 stig sem er lítið á þeim bænum. „Ég verð að hrósa Haukunum fyrir varnarleikinn. Þeir eru með sterkt lið og við vorum heppnir að ná að sigra. Eins og alltaf kemur maður í manns stað hjá okkur og því kom ekki að sök að ég skoraði lítið að þessu sinni.” Fyrsta sigurkarfan á ferlinum Grindvíkingurinn ungi Eyjólfur Guðlaugsson sem tryggði liðinu ferðina í úrslit Renaultbikarkeppninnar var að vonum ánægður með leikinn. “Við skiptum yfir í svæði og þá raskaðist leikur Hauka. Pétur skoraði hverja körfuna á fætur annarri í lokin og ég síðan mína mikilvægustu á ferlinum. Ég man síðan ekki hvort lokaskotið kom upp úr kerfi eða ekki, bara að ég var frír, skaut og hitti. Tilfinningin á eftir var ótrúleg enda maður búinn að láta sig dreyma um að skora sigurkörfuna frá því maður var spá patti.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024