Yfir eitt þúsund körfuboltakrakkar skemmta sér vel á Nettómótinu
Eittþúsund körfuboltakrakkar hafa síðustu tvo daga keppt í Nettómótinu í Reykjanesbæ en mótið fagnar tuttugu ára afmæli í ár.
Aldrei fleiri hafa gist í bæjarfélaginu í einu en tæplega sextíu skólastofur hafa verið notaðar til að hýsa góða gesti mótsins sem koma víða að af landinu. Lokaathöfn mótsins er núna um kl.14.30 og þá munu allir keppendur hittast á sal Íþróttahúss Keflavíkur við Sunnubraut.