Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Yfir 800 börn á Samkaupsmótinu
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 19:08

Yfir 800 börn á Samkaupsmótinu

Yfir 800 börn tóku þátt í hinu árlega Samkaupsmóti sem haldið var í Reykjanesbæ liðna helgi.

Framkvæmd mótsins var í höndum barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur en mótið er eitt það stærsta sem haldið er á landinu.

Fjöldi liða tók þátt en á milli leikja var boðið upp á fjölbreytta dagskrá s.s. bíó, söfn og frítt í sund en einnig var Reykjaneshöllin opin þar sem boðið var upp á hoppukastala, körfubolta, fótbolta, fólf og margt fleira.

Hápunktur mótsins var kvöldvaka á laugardeginum og það voru brosandi andlit sem tóku á móti viðurkenningu á sunnudeginum við mótslit.
Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í skipulagningu mótsins og lögðust þar allir á eitt. Aðalstyrktaraðilar eru Samkaup og Reykjanesbær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024