Yfir 200 keppendur á Íslandsmóti í fimleikum
Búist er við yfir 200 keppendum á Íslandsmót í almennum fimleikum sem verður haldið í Íþróttaakademíunni um helgina. Keppendurnir koma víðsvegar af landinu, s.s. frá Húsavík, Stokkseyri, Höfn í Hornafirði og fleiri stöðum.
Stúlkur úr Fimleikafélagi Keflavíkur náðu stórgóðum árangri á Haustmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór á Akureyri síðastliðna helgi. Sextán stúlkur sem kepptu fyrir félagið og stóðu sig með prýði en helsti árangur var þessi:
Ingunn Eva Júlíusdóttir var í 1. sæti í 4. þrepi – 11 ára og yngri.
Helena Rós Gunnarsdóttir var í 2. sæti í 3. þrepi – 12 ára og eldri.
Kolbrún Júlía Newman Guðfinnsdóttir, var í 3. sæti í 5. þrepi – 12 ára og eldri.
Thelma Hrund Helgadóttir var í 3. sæti í 4. þrepi – 12 ára og eldri.
----
VFmynd/elg - Frá æfingu hjá Fimleikadeild Keflavík.