XXX-Rottweilerhundar taka á móti Njarðvíkingum
Njarðvíkingar eiga eftir að fá óblíðar móttökur í 8 liða úrslitum í körfunni þegar þeir mæta í Smárann á sunnudag. Blikar hafa fengið Rottweiler hundanna í öllu sínu veldi til að trylla lýðinn í hálfleik og má búast við troðfullu húsi enda hafa Blikarnir verið að gefa boðsmiða á leikinn undanfarna daga.Það mættu fleirri lið taka Blikana til fyrirmyndar því þeir vita greinilega hvað þarf að gera til að trekkja áhorfendur á svæðið. Nú er bara að vona að liðin á suðurnesjum geri sitt til að fá áhorfendur á leiki.