Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Wrenn til Njarðvíkur
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 09:05

Wrenn til Njarðvíkur

Annar erlendur leikmaður er nú kominn í raðir Njarðvíkinga eftir að þeim Matt Sayman og Anthony Lackey var sagt upp. Sá heitir Doug Wrenn en Alvin Snow kom til liðsins síðastliðinn sunnudag. Wrenn og Snow verða saman á sinni fyrstu æfingu í kvöld en Snow hefur þegar mætt á æfingu með liðinu.

Doug Wrenn spilaði með Washington háskólanum í PAC 10 deildinni og átti þar mjög góð tímabil, hann er um 2 metrar á hæð og í kringum 100 kíló. Wrenn sagði í samtali við vefsíðu Njarðvíkurliðsins í morgun vera spenntur við komuna til landsins og að hann myndi gera allt í sínu valdi til þess að fara ekki af landi brott án gullpenings.

Njarðvíkingar leika gegn ÍR næsta föstudag kl. 19:15 þar sem Wrenn og Snow stíga sín fyrstu skref í íslenskum körfuknattleik.

Heimildir fengnar hjá www.umfn.is/karfan

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024