Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Wrenn og Snow á sinni fyrstu æfingu saman
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 21:33

Wrenn og Snow á sinni fyrstu æfingu saman

Þeir Doug Wrenn og Alvin Snow, nýjir erlendir leikmenn Njarðvíkurliðsins í Intersport-deildinni, voru í fyrsta sinn saman á æfingu liðsins í kvöld. Þeim félögum líst vel á framhaldið og stefna ótrauðir að því markmiði að landa Íslandsmeistaratitli á meðan veru þeirra stendur hérlendis.

„Aðstaðan hér er frábær og sömuleiðis strákarnir, þetta er frábær bær og aldrei hefði mig grunað að Ísland væri svo fallegt,“ sagði Alvin Snow í samtali við Víkurfréttir í kvöld. „Við vissum ekki við hverju væri að búast þegar við fyrst komum hingað en það hafa allir verið okkur mjög góðir og ég er mjög ánægður með hlutina hér, það eina sem nú vantar er meistaratitill og þá er rúsínan í pylsuendanum komin,“ sagði Doug Wrenn. Báðir gera þeir Snow og Wrenn sér grein fyrir því að mikils verður af þeim krafist í úrslitakeppninni og sögðu þeir í spjallinu að kröfurnar um árangur væru af hinu góða. Snow og Wrenn þreyta frumraun sína í Ljónagryfjunni á föstudag þegar Njarðvíkingar taka á móti ÍR í 8-liða úrslitum Intersport-deildarinnar.

Myndin: Doug Wrenn t.v. og Alvin Snow t.h. VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024