Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Willum Þór skrifaði undir 2ja ára samning
Fimmtudagur 1. október 2009 kl. 08:57

Willum Þór skrifaði undir 2ja ára samning

Willum Þór Þórsson skrifaði undir tveggjá ára samning við Keflavík í gærkvöldi í K-Húsinu. Eftir undirskrift hitti Willum stjórnarfólk og síðan leikmenn og forráðafólk deildarinnar.
 
Willum Þór  hefur á sínum þjálfaraferli náð góðum árangri með Þrótt, KR og Val þar sem hann hætti þjálfun í sumar. Hjá öllum liðunum skilaði hann titlum. Undir hans stjórn varð KR Íslansmeistari tvö ár í röð. Valur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 20 ár undir stjórn Willum Þórs.



Myndir: Jón Örvar Arason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024