Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal
Willum Þór Þórsson, þjálfari meistaradeildarliðs Keflavíkur í knattpyrnu, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal innanhússknattspyrnu. Ísland sendir í fyrsta skiptið landslið til keppni í Futsal og leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum, dagana 21. - 24. janúar. Með Íslandi í riðli leika Grikkland, Armenía og Lettland.
Ráðning Willums er fram yfir þetta verkefni landsliðsins eða til 1. febrúar 2011. Hann stýrði Val til sigurs í Íslandsmótinu 2008 og þjálfaði Keflavík á síðustu keppnistíð. Þá stýrði hann Keflavík í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í ágúst á þessu ári.