Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Williamson ekki áfram í Grindavík
Miðvikudagur 31. október 2012 kl. 08:17

Williamson ekki áfram í Grindavík

Horfir áfram til Íslands

Skoski miðjumaðurinn Iain Williamson mun að öllum líkindum ekki leika áfram með Grindvíkingum næsta sumar. Williamson var einn af betri leikmönnum Grindvíkinga síðastliðið sumar en hann gekk til liðs við Grindvíkinga þegar tímabilið var rúmlega hálfnað.

Nú virðist þó sem svo að Williamson muni ekki leika áfram með Grindavík þar sem hann náði ekki samningum við félagið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

,,Hluti af því að ég verð áfram er að liðið féll í fyrstu deild og ég vil spila eins ofarlega og ég get og síðan náði ég ekki samningum við félagið," sagði Williamson við vefsíðuna Fótbolta.net í gær en leikmaðurinn vonast til að finna sér annað félag hérlendis.

,,Ég kann vel við fótboltann sem er spilaður hér. Styrkleikinn er svipaður og í skosku fyrstu deildinni þar sem ég spilaði áður en leikstíllinn er öðruvísi og ég kann betur við hann hér."