Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Wiley til Njarðvíkur, Páll Friðrik og Halldór verða áfram
Föstudagur 14. maí 2004 kl. 15:11

Wiley til Njarðvíkur, Páll Friðrik og Halldór verða áfram

Körfuknattleikskapparnir Friðrik Stefánsson, Páll Kristinsson og Halldór Karlsson munu allir leika áfram með Njarðvíkingum á næstu leiktíð. Þessar fréttir gleðja stuðningsmenn Njarðvíkinga eflaust þar sem þeir eru allir lykilleikmenn.

Þá hafa Njarðvíkingar gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn Troy Wiley. Wiley lék 10 leiki með KFÍ á síðasta tímabili og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tæp 30 stig í leik, tók 16 fráköst og varði meira en 4 skot. Hann verður liðinu mikill styrkur og er ljóst að Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti á næsta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024