Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Vorum langt frá okkar besta...“
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 23:19

„Vorum langt frá okkar besta...“

Grindvíkingar eru komnir í fallsæti eftir tap gegn Víkingum í kvöld, 1-0. Markið skoraði Grétar Sigurðsson í fyrri hálfleik. Víkingar skutust þar með upp fyrir Grindvíkinga með sínum þriðja sigurleik í röð.

Grindvíkingar voru í kvöld þrátt fyrir að sýna ágætis rispur einstöku sinnum. Framherjinn Alfreð Jóhannsson, sem sneri aftur úr láni frá Njarðvík, og miðjumaðurinn Momir Mileta reyndust ekki nægur liðstyrkur fyrir liðið sem á að geta mun betur með eins færan mannskap og raun ber vitni.

Grindvíkingar sköpuðu sér ekki teljandi færi í fyrri hálfleiknum og verulega tók að syrta í álinn þegar þegar Víkingar fengu aukaspyrnu fyrir utan teig gestanna á 39. mín. Óli Stefán Flóventsson var dæmdur brotlegur og spyrna Vilhjálms Vilhjálmssonar hafnaði á kolli Grétars Sigurðssonar og sveif yfir Albert Sævarsson og í mark Grindvíkinga, 1-0.

Ekkert breyttist hjá Grindvíkingum i seinni hálfleik þrátt fyrir að Sölva Geir Ottóssyni væri vísað af velli á 53. mín fyrir að handleika knöttinn viljandi.

Víkingar þéttu vörnina hjá sér í kjölfarið og beittu hættulegum skyndisóknum. Þar stríddi Jermaine Palmer varnarmönnum Grindvíkinga óspart með hraða sínum og krafti.

Það sem eftir lifði leiks voru Víkingar líklegri til að bæta við marki frekar en að Grindvíkingar jöfnuðu.

„Við verðum bara að fara að spila betur því við vorum langt frá okkar besta í kvöld,“ sagði Ray Anthony Jónsson, bakvörður Grindavíkur, í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn.
„Við þurfum að vera duglegri að sækja á fleiri mönnum, en við höfum verið að treysta of mikið á framherjana okkar. Við verðum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum ekki að vera í fallbaráttunni eins og í fyrra, “ sagði Ray að lokum.
VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024