Vorum ákveðnir í að sýna hvað býr í þessu liði
„Við vorum ákveðnir að sýna hvað í liðinu býr eftir tapið gegn KR og gerðum það í kvöld,“ sagði Haukur Ingi Guðnason sem kom inn á í síðari hálfleik og skoraði stuttu síðar mark eftir frábært samspil Magnúsar Þorsteinssonar og Simuns Samuelsen.
„Við vildum helst spila strax daginn eftir KR tapið. Þessi sigur var góður og heldur okkur í efri helmingi deildarinnar“.
-Þið duttuð aðeins til baka eftir góða byrjun og eins vantaði upp á samleikinn í síðari hálfleik?
„Já, það vantaði aðeins, sérstaklega í síðari hálfleik. Það má ekki gleyma því að Keflavík er með nýtt lið því í kvöld. t.d. voru aðeins tveir leikmenn sem voru með liðinu í fyrra. Við eigum Þróttara á fimmtudaginn og það er mikilvægt að halda dampi og ná sigri þar,“ sagði Haukur Ingi.
Haukur Ingi kom ekki inn á í lið Keflavíkur fyrr en liði var á síðari hálfleik. Hann hefur átt við meiðsli að stríðar. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópnum og þá er Hólmar Rúnarsson enn fjarri góðu gamin eftir meiðslin sem hann hlaut í Fylkisleiknum.
Simun og Eysteinn fagna Hauki eftir mark hans í kvöld. VF-mynd/HBB.