Vorsýning fimleikadeildar
Vorsýning fimleikadeildar Keflavíkur var haldin með pompi og pragt í gær í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Sýningin var lokahlekkur í vetrastarfi deildarinnar og eftir hana eru langflestir iðkendurnir komnir í sumarfrí. Sýnd voru atriði frá öllum aldurshópum fimleikanna og var mikið fjör á svæðinu enda glæsileg sýning. Margt var um manninn og voru áhorfendasvæði kjaftfull af fólki.