"Vörnin mun vinna þessa leiki" segir Skúli Sigurðsson leikmaður Reynis
Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst á morgun. Eitt Suðurnesjalið er í baráttunni um að komast upp í efstu deild en það er Reynir Sandgerði. Reynismenn munu koma til með að heimsækja Þór Þorlákshöfn heim annað kvöld. Reynismenn sem framan af mótinu voru nánast ósigrandi hafa ekki riði feitum hesti í síðustu leikjum. Þeir töpuðu fimm síðustu leikjum deildarinnar og enduðu í 3. sæti og misstu heimaleikjaréttinn yfir til Þórsara.Liðið hefur gengið í gegnum mikil meiðsli og má þar helst nefna að Jóhannes Kristbjörnsson sleit hásin á æfingu og hefur ekkert leikið með undanfarið. Þórsarar hafa sigraði báða leikina gegn Reyni í vetur og spurning hvort þeir séu með eitthvert taka á Reynismönnum.
Víkurfréttir tóku Skúla Sigurðsson bakvörð þeirra Reynismanna í létt spjall í dag og spurðum hann hvert leikplanið væri fyrir leikinn á morgun? „Það er náttúrulega bara að koma upp góðri stemmningu innan liðsins og svo einbeita okkur að vörninni, vandamál okkar eru þar. Við erum að skora um og yfir 90 stig í leik og venjulega á það að
duga til sigurs, en það gerir það ekki þegar hitt liðið skorar um 100 stig. Þannig að vörnin verður fyrir stafni."
Nú hefur heyrst að Þorlákshafnarbær ætli að bjóða heimamönnum á leikinn og má búast við troðfullu húsi hvernig lýst þér á það?
„Mjög vel, því fleiri því betra og skemmtilegra. Ég hef litlar áhyggjur af áhorfendum, ég hef meiri áhyggjur af því að við verðum ekki nógu vel stemmdir til að spila svo mikilvægan leik. En þegar öllu er á
botninn hvolft þá mun vörnin sigra þessa leiki." sagði Skúli að lokum.
Víkurfréttir tóku Skúla Sigurðsson bakvörð þeirra Reynismanna í létt spjall í dag og spurðum hann hvert leikplanið væri fyrir leikinn á morgun? „Það er náttúrulega bara að koma upp góðri stemmningu innan liðsins og svo einbeita okkur að vörninni, vandamál okkar eru þar. Við erum að skora um og yfir 90 stig í leik og venjulega á það að
duga til sigurs, en það gerir það ekki þegar hitt liðið skorar um 100 stig. Þannig að vörnin verður fyrir stafni."
Nú hefur heyrst að Þorlákshafnarbær ætli að bjóða heimamönnum á leikinn og má búast við troðfullu húsi hvernig lýst þér á það?
„Mjög vel, því fleiri því betra og skemmtilegra. Ég hef litlar áhyggjur af áhorfendum, ég hef meiri áhyggjur af því að við verðum ekki nógu vel stemmdir til að spila svo mikilvægan leik. En þegar öllu er á
botninn hvolft þá mun vörnin sigra þessa leiki." sagði Skúli að lokum.