Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. mars 2001 kl. 09:09

Vörn Njarðvíkur hélt ekki vatni í Borgarnesi

Eftir auðveldan sigur Njarðvíkinga í Njarðvík á fimmtudag, auk þess sem Borgnesingar misstu Hlyn Bæringsson í meiðsli, áttu aðdáendur liðsins von á sigri í Borgarnesi á sunnudag. Annað kom á daginn, bæði með leikinn og umræddan Hlyn. Eftir að hafa hlustað að kveinstafi pilts í Njarðvíkunum þótti flestum sem meiðslin hlytu að kalla á aflimun, uppskurð eða langa hvíld en aukafót hlýtur strákur að hafa einhvers staðar því hann var með og lék eins og engill auk þess sem lítt umtalaðir bakverðir liðsins, Hafþór Gunnarsson (12 stig) og Sigmar Egilsson (22 stig), tóku Njarðvíkurvörnina í nefið. Skarð var fyrir skildi meðal grænna að Teitur Örlygsson var frá vegna veikinda en betur má ef duga skal. Brenton Birmingham fór fyrir sínum mönnum, 29 stig og 8 fráköst, en missti knöttin heldur oft eða 8 sinnum. Þá lék Halldór Karlsson einnig vel og misnotaði aðeins eitt skot á meðan hann skoraði 15 stig. Liðsins bíður erfitt verkefni í kvöld þegar Borgnesingar mæta í Ljónagryfjuna því ljóst er að pressan er öll á Njarðvíkingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024