Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vormót Samkaupa í Grindavík
Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 14:37

Vormót Samkaupa í Grindavík

Veðurguðirnir voru okkur ekki hagstæðir í Texas-móti Golfklúbbs Grindavíkur sem haldið var sl. laugardag. Það voru 24 keppendur sem ákváðu að skella sér út í veðrið og fá hrós fyrir það! Þetta voru bara smá byrjunaörðugleikar á sumrinu og erum við alveg vissir um að nú verði bara sólardagar það sem eftir er af mótsdögum hjá okkur, segir á heimasíðu Grindavíkur.

Úrslitin voru þessi:

1. verðlaun: Sigurður Helgi og Gísli Rúnar
2. verðlaun: Bjarki Guðna og Gunnar Már
3. verðlaun: Stefán Rúnar og Halldór Baldurs.
4. verðlaun: Friðbert Trausta og Trausti Friðberts.

Námundarverðlaun féll einnig í skaut þeirra feðga sem voru í 4ða sæti en það dugði að vera tæpa 12 metra frá holu í dag! Samkaup var styrktaraðili mótsins. Þökkum við þeim kærlega fyrir það og öllum þátttakendum einnig, segir á síðunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024