Vonandi klár í „derby-slaginn“
Óli Stefán Flóventsson, leikmaður Grindavíkur í Landsbankadeildinni, vonast til þess að vera búinn að ná sér að fullu af sínum meiðslum áður en „derby-slagur“ (nágrannaslagur) Keflavíkur og Grindavíkur rennur upp þann 27. júlí nk.
„Ég er byrjaður að hreyfa mig og reyna að viðhalda forminu,“ sagði Óli Stefán í samtali við Víkurfréttir en hann braut augnlokarbein í leik gegn FH fyrr í sumar. „Ég man lítið eftir atvikinu en ég datt á hælinn hjá einum leikmanni FH með þessum afleiðingum,“ sagði Óli sem fór í aðgerð vegna meiðslanna daginn eftir FH leikinn sem Grindavík tapaði 2-0 í Kaplakrika.
„Ég er byrjaður að hreyfa mig og reyna að viðhalda forminu,“ sagði Óli Stefán í samtali við Víkurfréttir en hann braut augnlokarbein í leik gegn FH fyrr í sumar. „Ég man lítið eftir atvikinu en ég datt á hælinn hjá einum leikmanni FH með þessum afleiðingum,“ sagði Óli sem fór í aðgerð vegna meiðslanna daginn eftir FH leikinn sem Grindavík tapaði 2-0 í Kaplakrika.