Von á 100 stuðningsmönnum
Von er á um 100 stuðningsmönnum BK Riga til landsins til að fylgjast með sínu liði leika gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í Sláturhúsinu n.k. fimmtudag.
Með BK Riga koma um 80 manns til landsins á morgun og talið er að um 20 manns sem búsettir eru hérlendis mæti á leikinn. Þetta er meiri fjöldi en stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur gerði ráð fyrir í upphafi og fagna þeir fjöldanum.
Á vefsíðu Keflavíkur segir m.a.:
Það er nokkuð ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og meiri barátta verður á milli stuðningsmanna í Sláturhúsinu á fimmtudaginn. Allt bara hið besta mál og vonandi að íslenskir körfuboltaáhugamenn mæti vel og styðji við bakið á okkar mönnum.
www.keflavik.is
VF-mynd/ meðlimir trommusveitarinnar góðkunnu á góðri stundu