Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vogamenn með sigur í markaleik
Sunnudagur 11. september 2016 kl. 14:00

Vogamenn með sigur í markaleik

Þróttur í Vogum sigraði lið Vængja Júpitérs 4-2 í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gær.

Þróttarar komust í 2-0 með mörkum Elvars Freyrs Arnbjörnssonar og Magnúsar Ólafssonar. Þróttarar héldu áfram að bæta við mörkum í síðari hálfleik og þeir Tómas Urbancic og Elvar Freyr skoruðu sitt markið hvor. Júpitersmenn náðu aðeins að klóra í bakkann með tveimur mörkum. Lokatölur 4-2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024